Arndís Vilhjálmsdóttir er geðhjúkrunarfræðingur og lauk B.Sc prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2009 og meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri 2020. Arndís starfaði lengi á geðþjónustu Landspítala, fyrst á fíknigeðdeild og síðan í samfélagsteymi. Núna starfar Arndís í geðheilsuteymi fangelsa og situr í stjórn Fagdeilda geðhjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hún hefur fyrst og fremst unnið við geðhjúkrun frá útskrift og þá aðallega með einstaklingum sem glíma við vímuefnavanda og/eða annan geðvanda. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun ræðir við hana um málefni á sviði geðhjúkrunar.