Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Þátturinn er hluti af syrpunni “Ljósmæðralíf” sem er unnin í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Gestur dagsins er Björg Sigurðardóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af lífi og ljósmæðrastörfum í Grænlandi. Þangað hefur hún farið fjölmargar ferðir víðsvegar um landið og bjó hún og starfaði sem ljósmóðir í heilt ár í bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands. Björg lýsir fyrir okkur aðbúnaði og aðstæðum á fæðingarvaktinni og helstu ljósmæðraáskorunum. Einnig heyrum við sögur af grænlenskri menningu, samfélaginu og nálægðinni við stórbrotna náttúruna þar sem virðing og aðdáun Bjargar á landi og þjóð skín í gegn.