Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er áhrif brjóstastækkunar með ígræðslu brjóstapúða á heilbrigði kvenna og er gestur þáttarins ljósmæðraneminn Kristín Georgsdóttir. Í þættinum deilir Kristín sinni eigin reynslu af því að vera með brjóstapúða, áhrif þeirra á brjóstagjöf sína en einnig þegar hún lét fjarlægja þá. Fjallað verður um Breast Implant Illness eða BII sem fjölmargar konur með brjóstapúða hafa tengt við vegna ýmissa sérkennilegra og óljósra einkenna. Komið með í áhugaverða umræðu um allt frá líkamsímynd kvenna og útlitskröfum að ábyrgð skurðlækna sem framkvæma brjóstastækkun.
Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir