Legvarpið

Legvarpið

Ljósmæðranemarnir Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar. Viðfangsefni Legvarpsins að þessu sinni er val kvenna á fæðingarstað og er gestur þáttarins Dr. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ljósmóðir og prófessor í ljósmóðurfræði við HÍ. Farið verður lauslega yfir þróunina hér á landi síðustu áratugina en fæðingar hafa á skömmum tíma færst úr heimahúsum yfir á sjúkrahús. Þá berum við saman valmöguleika höfuðborgarsvæðisins við landsbyggðina en veruleiki margra fjölskyldna er því miður sá að ekki er fæðingarstaður eða ljósmæðravakt í þeirra heimabyggð. Að auki verður leitast við að svara spurningum um hvers vegna það er mikilvægt að konur hafi val og afhverju þetta er í raun sjóðheitt, feminískt og oft á tíðum hápólitískt hitamál. Njótið kæru vinir! Upphafsstef: Stefanía Helga Sigurðardóttir

Val á fæðingarstaðHlustað

05. feb 2020