Björn Hjálmarsson sérfræðilæknir á BUGL hefur verið ötull talsmaður fyrir nýrri nálgun í úrvinnslu áfalla, eða jafnvel endurhvarfs til fornra og gagnreyndra aðferða andlegra hefða og skapandi aðferða til að rannsaka sjálf og heim. Hann lætur sig margvísleg mál varða sem snerta á andlegri heilsu og blæbrigðum mannlífs, en sjálfur hefur hann glímt við margvíslegar áskoranir í kjölfar þess að sonur hans lést með voveiflegum hætti í Hollandi árið 2002. Hann fannst með mikla áverka á höfði en dánarorsök kom aldrei fram. Björn tók þá ákvörðun að fyrirgefa þeim sem voru ábyrgir fyrir dauða Hjálmars sonar hans, en hér fáum við að kynnast sköpunarverkum hans einnig og hugmyndum hans um aðferðir til að halda hinu mikilvæga jafnvægi.
Endurheimt með orðsins ljósa galdri: Björn Hjálmarsson