Ef þú hefur einhvern tíma heyrt tónlist þá hefur þú hlustað á Carol Kaye. Hún er fædd árið 1935 og hefur verið einn af þeim fremstu bassaleikurum í sögu rokksins í meira en 50 ár. Þetta er bassaleikarinn sem menn hringdu í þegar fara átti í plötuupptökur, bassalínur hennar, grúvið og sándið er engu líkt. Session bassaleikari, "Hired gun". Þvílíkur ferill og ævistarf hjá Carol. The Beach Boys, Elvis Presley, The Doors, Sonny & Cher, Nancy Sinatra, Frank Sinatra, Tina Turner, Joe Cocker og margir fleiri. Ofan á þetta hefur hún meira að segja einnig spilað inn á eina íslenska plötu. Ég fer hér yfir líf og feril Carol Kaye og fæ einnig til mín Jakob Frímann Magnússon mér til aðstoðar. Geggjuð hún Carol. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.