Leikfangavélin

Leikfangavélin

Gestur þessa þáttar af Leikfangavélinni gefur í raun ekki oft færi á sér í viðtal sem þetta, en hann gaf sig loks eftir rúmlega árs viðreynslu. Hann er vatnsgreiddur með sólgleraugu, í leðurjakka og kragann uppi, enda er hann forsprakki einnar svölustu hljómsveitar sem Ísland hefur alið af sér. Þar erum við að tala um „pönka-billy“ sveitina Langa Sela & Skugganna. Þeir félagar slógu í gegn árið 1988 með laginu „Breiðholtsbúggí“ en árið 1990 kom svo fyrsta breiðskífan þeirra út, hin magnaða plata „Rottur & Kettir“. Hér fer sjálfur Langi Seli (Axel Hallkell) yfir þessa plötu í frábæru spjalli okkar sem teygði svo anga sína mun víðar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

Rottur, Kettir & Langi SeliHlustað

01. mar 2021