Í Jónsmessu #5 kemur Jón Agnar að borðinu með ansi skemmtilegt málefni sem gaman er að velta sér upp úr, enda er víða komið við í þættinum. Við erum að tala um hljómsveitir sem náðu ekki almennilegu flugi þrátt fyrir að hafa samt í rauninni nóg fram að færa. Einhver gæði sem urðu til þess að margir héldu að flugið yrði hærra en úr varð. Bönd sem kannski sigldu undir radarinn að mestu? Fyrir því geta verið ótal ástæður og þær hljómsveitir sem við kíkjum á urðu auðvitað misstórar, bara náðu einhvern veginn ekki að springa almennilega út. Rangir aðilar á röngum stað á röngum tíma? Já, stundum. En dauðsföll, áhugaleysi, óheppni og margt fleira kemur einnig við sögu þegar við félagarnir kíkjum á nokkur valin dæmi og heyrum sögurnar þar á bakvið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.