Bjarki, Sveinn og Daníel fara yfir það helsta sem stóð upp úr í leikjaheiminum síðastliðnar tvær vikur. Helstu viðfangsefni þáttarins eru fyrstu hughrif á miðaldar-hlutverkaleiknum Kingdom Come: Deliverance II, frestun á næsta Football Manager og PSN vesenið mikla sem varð til þess að fjöldi spilara gat ekki spilað netleiki á PlayStation leikjatölvunni sinni. Auk þess er fjallað um endurútgáfu The Sims og The Sims 2 í tilefni 25 ára afmæli leikjaseríunnar og Civilization VII sem er væntanlegur síðar í þessum mánuði.
Takk fyrir að hlusta! <3
Tónlist:
"Overworld" Kevin MacLeod (incompetech.com)
Licensed under Creative Commons: By Attribution 4.0 License
http://creativecommons.org/licenses/by/4.0/
Leikjavarpið #57 - Kingdom Come: Deliverance II og PSN aftengist