Rokkhljómsveitin Kino var ein vinsælasta rokksveit heims árið 1990 þegar söngvari hennar lést í bílslysi aðeins 28 ára gamall. Sveitin var þó lítið þekkt á vesturlöndum en var dýrkuð og dáð í Sovétríkjunum. Við rifjum upp söguna af Kino og rómantísku hetjunni Viktor Tsoi í Lestinni í dag.
Það hafa fáar heimildarmyndir vakið jafn sterk viðbrögð og palestínsk-ísraelska myndin No Other Land sem er sýnd þessa dagana í Bíó Paradís. Myndin er margverðlaunuð, meðal annars var hún valin besta heimildarmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.