Lestin

Lestin

Haustlægðirnar eru farnar að níðast á landanum og Davíð Roach Gunnarsson ætlar að kveðja með pistli um tónlistarsumarið, um nostalgíu og nýjabrum, tónlistarhátíðir og dekurrófur. Charli xcx, tónleikastaðurinn Kex og Rottweiler hundar koma við sögu. Kolbeinn Rastrick fjallar um Ljósbrot, nýja kvikmynd Rúnars Rúnarssonar og svo heyrum við viðtal við Rúnar og aðalleikkonu myndarinnar, Elínu Hall. Við fjöllum um fyrirbærið að 'rawdogg-a' eitthvað, og hvaða áhrif það hefur að vera snjallsímalaus í nútímasamfélagi. Að lokum minnumst við á bókina Capitalist Realism, eftir Mark Fisher sem hlustendur gætu lesið eða kynnt sér fyrir bókaklúbb sem verður í þættinum í næstu viku.

Að rawdogga, dekurrófu-sumar, LjósbrotHlustað

05. sep 2024