Lestin

Lestin

Við heimsækjum plötubúðin, fatabúðina og tónleikarýmið Space Odyssey í Bergstaðastræti. Þar hittum við Pan Thorarensen sem situr bakvið búðarborðið og ráðleggur fólki hvaða sveimtónlist það á að hlusta á hverju sinni. Hann er líka að skipuleggja fjórfalda útgáfutónleika sem fara fram í Iðnó á fimmtudag. Snorri Páll Jónsson flytur pistil um orðin sem eru notuð til að lýsa hinu ólýsanlega: stríð, mannúðarkrísa, þjóðarmorð eða helför. Dularfullt hvarf Au Pair-barnfóstru hjá ríkri fjölskyldu í Danmörku kemur af stað spennandi atburðarás í Netflix-þáttunum Reservatet - sem nefnist Secrets We Keep á ensku. Brynja Hjálmsdóttir rýnir í þættina. Svo heyrum við brot úr gömlu viðtali við Pál Skúlason heimspeking.

Reservatet, Space Odyssey, orð yfir ólýsanlegan hrylling, Páll SkúlaHlustað

03. jún 2025