Í þætti dagsins flytjum við aftur viðtal frá því í haust við Þorbjörgu Valdísi Kristjánsdóttur, einn helsta ummönnunaraðila Keikó á síðustu æviárum hans.
Í nóvember komu út hlaðvarpsþættir sem rekja sögu Keikó, sem varð að alþjóðlegu tákni um illa meðferð á háhyrningum og hvölum almennt þegar hann lék í Hollywood myndinni Free Willy árið 1993. Þá bjó hann i skemmtigarði í Mexíkó þar sem hann naut mikilla vinsælda en bjó við þröngan kost og slæma heilsu. Sú brjálæðislega hugmynd kviknaði að láta lífið líkja eftir listinni og reyna að koma dýrinu aftur út í náttúruna, gera húsdýrið villt aftur. Framkvæmdin var gríðarlega flókin, rándýr og umdeild.