Lóa Björk var alla helgina á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fundurinn var sögulegur fyrir tvennar sakir. Formannstíð Bjarna Benediktssonar lauk, en hann hefur gegnt embætti formanns Sjálfstæðisflokksins síðan 2009. Og í fyrsta sinn í sögu flokksins var kona kjörin formaður. Guðrún Hafsteinsdóttir vann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur með naumindum um helgina. Spenna meðal fundargesta var áþreifanleg. Rætt er við fundargesti og atburðarrás helgarinnar þrædd.