Lestin

Lestin

Í gær og í dag hafa fjölmiðlar fjallað mikið um hugmyndir Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta um innlimun á Grænlandi inn í Bandaríki Norður Ameríku, annaðhvort með góðu eða illu. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur kemur í Lestina og ræðir nýlenduhugmyndir, stóveldapólitík og framtíðina í alþjóðastjórnmálum. Hermann Stefánsson rithöfundur flytur okkur pistil í Lestinni í dag, þetta er fyrsti pistilllinn í röð sem hann hefur gefið yfirskriftina Bíslagið. Hvað hugsar maður um í bíslagi? Það er spurning dagsins hjá Hermanni. Gömul klukka, dystópískur skáldskapur og draumar um veruleika koma meðal annars við sögu. Við minnumst raftónlistarmannsins Árna Grétars Jóhannessonar, betur þekktur sem Futuregrapher, en í byrjun vikunnar bárust fréttir af sviplegu andláti hans. Og við fögnum líka tveimur meisturum sem voru báðir fæddir þennan dag, 8. janúar, með tólf ára millibili.

Grænlandsórar Trump, bíslagið, Futuregrapher, ElvisHlustað

08. jan 2025