Lestin

Lestin

Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Þetta helst um hraðan vöxt tískumerkisins Metta-sport hér á Íslandi. Við veltum fyrir okkur tísku, kósígöllum og áhrifavöldum. Björn Þorfinnsson, skákáhugamaður og ritstjóri DV ræðir stöðu Magnúsar Carlsen í skákheiminum. Á dögunum var honum vísað af móti fyrir að vera í gallabuxum. Ásgerður Júníusdóttir, söngkona, hjálpaði Bill Skarsgård að verða Orlok-greifi í kvikmyndinni Nosferatu. Hún segir frá því hvernig þau þjálfuðu rödd Bill þannig að honum tókst að lækka hana um áttund og túlka vampíruna sem er meira en þúsund ára gömul.

Raddþjálfari vampíru, gallabuxur Magnúsar Carlsen, Metta-sportHlustað

07. jan 2025