Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Þetta helst um hraðan vöxt tískumerkisins Metta-sport hér á Íslandi. Við veltum fyrir okkur tísku, kósígöllum og áhrifavöldum.
Björn Þorfinnsson, skákáhugamaður og ritstjóri DV ræðir stöðu Magnúsar Carlsen í skákheiminum. Á dögunum var honum vísað af móti fyrir að vera í gallabuxum.
Ásgerður Júníusdóttir, söngkona, hjálpaði Bill Skarsgård að verða Orlok-greifi í kvikmyndinni Nosferatu. Hún segir frá því hvernig þau þjálfuðu rödd Bill þannig að honum tókst að lækka hana um áttund og túlka vampíruna sem er meira en þúsund ára gömul.