Heimurinn er á heljarþröm, fréttirnar uppfullar af stríðum, hnignandi lýðræði og þjóðarmorðum. En maður verður að rækta garðinn sinn, sagði Birtingur í samnefndri skáldsögu, um rétta viðbragðið við hryllingi heimsins. Við tökum orð hans bókstaflega og beinum sjónum okkar að garðrækt í Lestinni í dag. Við heimsækjum Auði Ingibjörgu Ottesen.
Við kynnumst líka tónlistarverkefninu Zorza sem er ætlað að tengja saman pólska og íslenska tónlistarsenu. Fyrstu tónleikarnir fara fram í kvöld í Silfurbergi í Hörpu, þegar pólska sveitin Mikromusic og Ari Árelíus stíga á stokk.
Garðrækt á ófriðartímum, pólsk-íslensk tónlistarsamvinna