Lestin

Lestin

Á dögunum var David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisara hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum. Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á kopp, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir. Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma meðal annars fram í forvitnilegri bók frá 1997 Sovereign Individual eftir þá William Rees-Mogg og James Dale Davidson. Við fáum stutt innlegg frá Eiríki Inga Magnússyni áhugamanni um Bitcoin og Gylfa Magnússyni hagfræðiprófessor.

Konungssinnar í Kísildal #6 - Crypto-keisarinn David SacksHlustað

27. mar 2025