Lestin

Lestin

Steinunn Knúts- Önnudóttir, doktor í sviðslistum, bauð á performatívt stefnumót við listrannsakanda í janúar í Norræna húsínu. Spurningin er: hversu lítið er nóg? Við förum á einhversskonar performatívt stefnumót með Steinunni og höldum áfram samtalinu um framtíð leikhússins, framtíð sviðslista. Og veltum fleiri stórum spurningum fyrir okkur, eins og: hvernig kemst maður inn í kvikuna á fólki? Hermann Stefánsson, rithöfundur, flytur pistil í pistlaröðinni Bíslagið. Að þessu sinni eru honum kynslóðarbil hugleikin.

Gljúp dramatúrgía, kynslóðarbiliðHlustað

18. feb 2025