Háhyrningur strandaði við Grafarvog í gærkvöldi og viðbragðsaðilar voru fljótlega komnir á staðinn. Þangað mætti líka Lóa Björk og fylgdist með björgunaraðgerðunum. Hún segir frá í Lest dagsins.
Við veltum því líka fyrir okkur hvernig fólk uppgötvar nýja og ferska tónlist í dag, hvort að spilunarlistar á tónlistarveitum - bæði opinberir og heimagerðir - séu orðnir að helsta vettvangi uppgötvunar. Við ræðum við nokkra eldheita tónlistarunnendur um playlista.
Af hverju var gert grín að listaverkasmekk forseta Íslands í Áramótaskaupinu? Einar Hugi Böðvarsson veltir fyrir sér umræðum um Höllu Tómasdóttur út frá kenningum félagsfræðingsins Pierre Bourdieu.