Maður lifandi

Maður lifandi

Framtíð Íslands í stjórnmálum, bíóferð og fleira skemmtilegt Í þætti vikunnar verður yfirgripsmikið viðtal við Kristrúnu Frostadóttur sem margir spá að taki við rekstri íslenska ríkisins að loknum næstu þingkosningum. Spurningar sem tengjast hugðarefnum ungs fólks og framtíðinni verða í brennidepli. Þá fara umsjónarmenn þáttanna, feðgarnir Starkaður og Björn Þorláks, í bíó. Þeir munu skiptast á skoðunum með Heiðari Sumarliðasyni kvikmyndarýni um stórmyndina Napoleon. Sumir reiðir. Aðrir hrósa myndinni í hástert. Ýmislegt fleira ber á góma í Maður lifandi, nýr þáttur frumsýndur vikulega á Samstöðinni klukkan 16 á fimmtudögum. Þá má horfa á þáttinn í gegnum facebooksíðu Samstöðvarinnar eða vefsíðuna samstodin.is

Ungt fólk og framtíðinHlustað

7. des 2023