Starkaður og Björn ræða jól og mannréttindi í fyrsta þætti ársins. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fer yfir hryllinginn á Gaza og ekki síst stöðu ungs fólks og barna. Þá kemur Sigríður Nanna Heimisdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla og bregst við atriði í Skaupinu þar sem nemandi hótaði kennara lögsókn vegna óskar um heimanáms. Maður lifandi setur áherslur ungs fólks á oddinn. Þátturinn er sýndur klukkan 16 í sjónvarpi Samstöðvarinnar á fimmtudögum í viku hverri.