Málið er

Málið er

Á hverju ári verða slys af mannavöldum þar sem einstaklingar valda öðrum skaða. Við heyrum af slysunum en sjaldnast því sem á eftir kemur. Þrátt fyrir að um slys hafi verið að ræða þá reynist það flestum erfitt að lifa með það á samviskunni að hafa valdið öðrum skaða. Þórður Gunnar Þorvaldsson þekkir þá reynslu vel. 26. maí 2004 var örlagaríkur dagur sem breytti öllu i hans lífi. Þá varð hann valdur að dauða konu þegar hann var að bakka bíl sínum úr stæði í miðborg Reykjavíkur. Þórður ræðir um slysið og hvaða áhrif það hafði á líf hans í þættinum. Á einu augnabliki fór hann frá því að vera góður námsmaður og íþróttamaður yfir í að ráða ekki við lífið. Rætt við Þórð Gunnar Þorvaldsson og séra Vigfús Bjarna Albertsson sjúkrahúsprest sem þekkir vel til slíkra mála. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.

Að lifa eftir að hafa orðið valdur að dauða annarraHlustað

23. feb 2018