Einmanaleiki er svo vaxandi vandamál í nútímsamfélögum. Svo stórt er vandamálið orðið í Bretlandi að þar var á dögunum skipaður ráðherra einmanaleika. Í þættinum í dag heimsækir Viktoría Hermannsdóttir Hlutverkasetrið - stað þar sem fólki er hjálpað við að rjúfa félagslega einangrun og koma sér út í lífið á nýjan leik. Rætt er við þá sem bæði vinna í setrinu og sækja það. Viðmælendur eru: Elín Ebba Ásmundsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Ágústa Karla Ísleifsdóttir, Kristín Guðbjörg Sigursteinsdóttir, Guðmundur Árni Sigurðsson, Anna Henriksdóttir, Katla Lind Þórhallsdóttir, Þór Örn Víkingsson og Ismael.