Eru fötlunarfordómar í samfélaginu og ef svo er, hvernig birtast þeir? Í þættinum fræðumst við um fötlunarfordóma í gegnum þær Ingu Bjork Bjarnadóttur og Jönu Birtu Björnsdóttur, sem báðar eru fatlaðar og tilheyra aktivistahópnum Tabú sem stofnaður var árið 2014. Hópurinn berst fyrir meiri sýnileika fatlaðs fólks - enda eigi það rétt á plássi, valdi og virðingu í samfélaginu.
Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
Viðmælendur: Inga Björk Bjarnadóttir og Jana Birta Björnsdóttir.