Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Notkun svefnlyfja getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér og skert lífsgæði, sérstaklega eldra fólks, en í þeim hópi er notkun svefnlyfja mest. Rannsóknir sýna að langtímanotkun svefnlyfja sé gagnslaus, en þau geta haft alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsuna. Hildur Þórarinsdóttir formaður Félags íslenskra öldrunarlækna og Drífa Sigfúsdóttir varaformaður Landssambands eldri borgara komu í þáttinn og sögðu okkur betur frá mikilvægi þess að minnka svefnlyfjanotkun og herferðinni „Sofðu vel“. Við skruppum svo út með hljóðnemann og spurðum fólk á förnum vegi hvort það þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni og í hvaða ráðuneyti þau eru. Svörin voru áhugaverð og ljóst að ekki allir eru með þetta á hreinu, ríkisstjórnin er þó auðvitað ekki búin að starfa mjög lengi. Gjörunnin matvæli eru að öllu jöfnu orkurík vegna mikils magns sykurs og/eða fitu en þetta mikla magn lækkar hlutfall mikilvægra næringarefna á móti. Þetta eru matvæli sem oft eru kölluð skyndifæða og ýmis efni eins og litarefni og sætuefni eru notuð til að gera matvælin girnileg. Við heyrðum í dag viðtal sem Helga Arnardóttir tók við Kristján Þór Gunnarsson heimilislækni á Selfossi um gjörunnin matvæli. Viðtalið var áður í þættinum í júní í fyrra. Tónlist í þættinum í dag: Riddarar kærleikans / GDRN (Dagmar Helga Helgadóttir og Valgerður Rakel Rúnarsdóttir) Serendpity / Laufey (Laufey & Spencer Stewart) I’m a believer / The Monkees (Neil Diamond) All I Have to do is Dream / The Everly Brothers (Boudleaux Bryant) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Notkun svefnlyfja, hverjir eru ráðherrarnir? Gjörunnin matvæliHlustað

11. mar 2025