Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og starfar sem hópstjóri í náttúruváreftirliti hjá Veðurstofu Íslands. Hún er í vísindaráði Almannavarna og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands. Við fengum Kristínu til að fara með okkur aftur í tímann á æskuslóðirnar í Breiðholtinu, í gegnum skólagönguna, MH, HÍ, doktorsnám í Svíþjóð og svo rannsóknir á eldstöðvum og jarðskjálftaóróa. Við forvitnuðumst líka um hennar tónlistarferil þar sem hún söng meðal annars í feikivinsælu lag með Rúnari Júlíussyni og Unun og spilar í dag á trommur.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, þar var bara talað um rabarbara við sérlegan gest, Sigríði Wöhler, sérfræðing í rabarbara. Hún kom færandi hendi með köku, sýróp og kryddmauk, allt unnið úr rabarbara og allt dásamlega gott.
Tónlist í þættinum í dag:
Hann mun aldrei gleym’enni / Unun og Rúnar Júlíusson (Þór Eldon og Gunnar Hjálmarsson)
Debaser / Pixies (Black Francis)
Gigantic / Pixies (Black Francis & Kim Deal)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Kristín Jónsdóttir föstudagsgestur og Sigríður Wöhler rabarbarasérfræðingur