Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Við vorum með þrjá föstudagsgesti í dag, það voru þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Reyndal og Friðgeir Einarsson, en þau eru öll í höfundateymi Skaupsins í ár. Við fórum með þeim yfir árið sem er að líða, hvernig það hefur verið fyrir þau, bæði persónulega og svo í því samhengi að vera að skrifa Skaupið. Eins töluðum við um hátíðar- og áramótahefðir og hvað þau gera á þessum tímamótum sem áramótin eru. Tónlistin í þættinum: Gamlárspartý / Baggalútur (erlent lag, texti Bragi Valdimar Skúlason) Skammdegisvísur / Ragnhildur Gísladóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Ólafur Þórðarson Gömul kynni gleymast ei / Guðrún Árný Karlsdóttir (erlent lag, texti Árni Pálsson) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Höfundar Skaupsins, María, Katla og Friðgeir föstudagsgestirHlustað

27. des 2024