Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Í upphafi árs, á þeim tímamótum, skoðum við gjarnan stöðuna á ýmsu, það eru vörutalningar, hvernig er formið? Eftir jólin og veislurnar endurskoðum við jafnvel mataræðið. Samtök grænkera á Íslandi standa fyrir Veganúar í janúar. Það er dagskrá af því tilefni allan þennan mánuð og við fengum nýjan formann samtakanna, Aldísi Amah Hamilton til að koma og segja okkur meira frá veganúar. „Á Vestfjörðum, í afskekktri verbúð á 19. öld, þarf Eva ung ekkja, að taka erfiða ákvörðun þegar erlent seglskip strandar í firðinum,“ segir í lýsingu á myndinni The Damned, sem er sálfræðitryllir innblásin af íslenskri þjóðtrú og stórbrotinni náttúru. Myndin hefur fengið frábærar viðtökur eftir frumsýningu sína í Bandaríkjunum. Þetta er fyrsta kvikmynd Þórðar Pálssonar í fullri lengd en hann skrifaði söguna ásamt handrits höfundinum Jamie Hannigan. Þórður kom í þáttinn í dag. Veðrið leikur alltaf stórt hlutverk í lífi okkar Íslendinga og á því er engin breyting í dag. Heimsókn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings er kærkomin annan hvern þriðjudag og í dag kom hann með smá viðbót við veðuruppgjör síðasta árs þar sem hann skoðar ástæður fyrir því hvað 2024 var kalt. Svo ræddi hann um ísinn á Þingvallavatni og umskipti í veðurspánni framundan. Tónlist í þættinum: Stóð ég út í tunglsljósi / Björgvin Halldórsson (lagahöfundur ókunnur, texti Heine Heinrich, íslenskur texti Jónas Hallgrímsson) Landíbus með jökri (Nú hvaða hvaða?) / Íkorni (Stefán Örn Gunnlaugsson) Sjáumst aftur / Páll Óskar Hjálmtýsson (Orlande de Lassus, texti Páll Óskar Hjálmtýsson) Never Going Back / Fleetwood Mac (Lindsey Buckingham & Christine McVie) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Veganúar, hryllingsmynd Þórðar og veðurspjallið með EinariHlustað

07. jan 2025