Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Við kynntum okkur í dag starfsemi Droplaugastaða hjúkrunarheimilis sem fékk alþjóðlega viðurkenningu síðastliðið haust og hvatningarverðlaun Velferðaráðs Reykjavíkurborgar á dögunum. Jórunn Ósk Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða og formaður Öldrunarráðs Íslands kokm í þáttinn og sagði okkur frá starfseminni, hvað Eden heimili felur í sér, verðlaununum og því helsta sem er á döfinni hjá þeim. Við heyrðum svo í Elísabetu Ögn Jóhannsdóttur, verkefnastjóra Hinsegin hátíðar á Norðurlandi eystra sem haldin verður 18.-22.júní. Þar verður fjölbreytileikanum fagnað og markmiðið er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Elísabet Ögn sagði okkur betur frá hátíðinni sem meðal annara öll sveitarfélögin á Norðurlandi eystra standa fyrir. Svo var það lesandi vikunnar sem var í þetta sinn Hrefna Björg Gylfadóttir, stefnustjóri hjá Veitum. Hún sagði okkur frá því hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Hrefna sagði okkur frá eftirfarandi bókum og höfundum: Not the end of the world e. Hanna Ritchie The Hypocrite e. Jo Hamya Patriot e. Alexei Navalny Halldór Laxness og Han Kang Tónlist í þættinum í dag: Á skútunni minni / South River Band (Ólafur Þórðarson, texti Helgi Þór Ingason) Brotin loforð / Bubbi Morthens (Bubbi Morthens) Constant Craving / K.D. Lang (Mink og K.D. Lang) UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Droplaugarstaðir, Hinsegin hátíð fyrir norðan og Hrefna Björg lesandinnHlustað

16. jún 2025