Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Í þættinum ræðir Erla við Matthías Arnarson (Matta kíró) um kírópraktík, stoðkerfið, taugakerfið, réttan skóbúnað, börn, streitu, mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, afhverju það er ekki æskilegt að sofa á maganum, hvernig kírópraktík getur bætt heilsu okkar og hvernig við getum gert betur án þess að setja of mikla pressu á okkur sjálf. Matti er einn af eigendum Kírópraktorstofu Íslands sem staðsett er í Sporthúsinu í Kópavogi. Hann hefur fjölbreytta reynslu af greiningu stoðkerfisverkja og vinnur þverfaglegt starf með öðrum heilbrigðisstéttum til að bæta lífsgæði og heilsu þeirra sem til hans leita. Matti ólst upp við víðtæk meðferðarúrræði föður síns sem er sjúkranuddari og sérfræðingur í kínverskum nálastungum. Í dag stundar Matthías snjóbretti, brimbretti, fjallahjólreiðar, crossfit, hlaup, útivist ásamt fleiru.Með þessarri breiðu reynslu hefur Matti öðlast djúpan skilning á virkni mannslíkamans, kírópraktískri greiningu og meðhöndlun með hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og leiðbeinir þeim í átt að heilbrigðari lífsstíl.Matti telur að fólk þurfi að hreyfa sig betur og læra á sinn eiginn líkama. Fólk á það til að fara fram úr sér og þannig verða meiðslin til. Heilsa fyrir Matta er frelsi og vellíðan og það að vera fljótur að,,jafna sig“ á náttúrulegan hátt þ.e. að líkaminn sé sterkur að ,,komast yfir“ hluti og virki þó að við lendum í einhverju hnjaski. Áhugasamir geta fræðst meira um kírópraktík á Instagram síðu Kírópraktorstofu Íslands. Sendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?