Í þættinum spjallar Erla við Mörtu Dröfn Björnsdóttur um heilsumissi, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, drauma, tilgang lífisins og það hvernig henni tókst að endurrræsa taugakerfi sitt. Marta er lærður kvikmyndaförðunarmeistari og starfaði við það í 13 ár áður en hún hóf sitt andlega ferðalag árið 2017. Hún er einnig barnabókahöfundur og gaf út bókina Amma með biluðu augun árið 2013 og nú er önnur bók á leiðinni, Lukkudýrið ég, en það er bók til að aðstoða börn við að byggja upp sjálfstraust.Marta vinnur nú við það að aðstoða fólk að vinna úr ,,trauma" sem situr fast í líkamanum en slíkt veldur oftar en ekki verkjum og heilsuleysi með tímum sínum í Yoga Shala.Fyrir 10 árum missti Marta Dröfn heilsuna eftir röð áfalla. Það var mikið sjokk fyrir hana því að hún var áður mjög aktív, alltaf uppi á fjöllum, hlaupandi maraþon, með rosalegan lífsneista, þrautsegju og afar orkumikil. Það sem fyllti mælinn var þegar hún varð heimilislaus með 3 mánaða son sinn. Í kjölfar síns heilsumissis árið 2015 glímdi hún við stanslausa verki og hafði enga orku til þess að sinna sér eða heilsu sinni í langan tíma. Hún reyndi allt til þess að ná heilsu. Í ágúst 2017 fékk hún nóg og ákvað að taka málin í eigin hendur. Hún fór að leita annarra lausna og kynntist þá jóga, öndunaræfingum, kuldaþjálfun og svo loks KAP (Kundalini Activation Process).Í dag er Marta Dröfn sjúk í heilsu og segist vera lifandi sönnun þess að það sé hægt að ná bata. KAP breytti lífi hennar, það var eins og að taugakerfi hennar hefði straujast eða endurræstst. Hún fann ró innra með sér sem hún hafði þráð allt sitt líf. Kundalini orkan hjálpaði henni að losa um erfiðar og þungar tilfinningar og hún fann hvernig kærleikurinn tók yfir og kvíðinn fór.Hún er nú loks kominn á þann stað í lífinu að geta uppfyllt drauma sína. Hana langaði alltaf að ferðast en heilsan var að stoppa hana en ekki peningar eða tími. En núna eru hún á leið til Amazon í júní að búa með indjánum í mánuð en það var aðeins fjarlægur draumur. Fylgið Mörtu Dröfn á innerflow.is og Instagram !!!Hlaðvarpið Með lífið í lúkunum er unnið í samstarfi við Nettó. Ekki gleyma að fylgja þeim á Instagram @netto.isSendu HeilsuErlu skilaboðErt þú ekki örugglega að fylgja HeilsuErlu á Instagram?
#39. Að endurræsa taugakerfið. Marta Dröfn Björnsdóttir