Drög að nýrri reglugerð um innflutning hunda og katta leit dagsins ljós rétt fyrir jól. Það fór því miður framhjá mörgum, meðal annars þáttastjórnanda, að frestur til umsagna var aðeins til dagsins í dag, 3.janúar 2020. Eftir að hafa snarað í umsögn fyrir hönd Félags ábyrgra hundaeigenda, hafði ég samband við Þorgerði Ösp Arnþórsdóttur og bað hana um að koma í spjall um þessa nýju reglugerð um innflutning hunda og katta.
Samráðsgáttin
Skýrsla MAST: Endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda og katta
Dr.Preben Willeberg: Nýtt áhættumat 2019