Þáttur dagsins er í boði Ölvisholt Brugghúss og það var sannkölluð veisla hjá okkur. Við brögðuðum á TVEIMUR eðalbjórum sem heita þeim ljúfu nöfnum Baldur (Munich Helles Lager) og Freyja (Bláberja Witbier).
Við mælum hiklaust með því að þið smakkið þessa, Freyjan var sérstaklega skemmtileg!
Annars erum við báðar staddar í BNA og herregud hvað það leynist mikill viðbjóður þar alltaf. Lára sagði frá dularfullum dauða Morgan Ingram og Stella frá einstaklega sorglegum dauða Cassie Jo Stoddart.
Allt saman svo erfitt en samt eitthvað svo áhugavert.
Skál fyrir ykkur!
facebook.com/mordafordi
instagram.com/mordafordi