Morðaforða miðvikudagur enn á ný og í dag brögðum við á dýrindis bjór frá FLAK. Eins og þau segja sjálf frá þá er FLAK listhneigt samkomuhús og sjávarfangssjoppa í gömlu verbúðinni við Patreksfjarðarhöfn. Bjórinn þeirra var einstaklega góður og við mælum hiklaust með því að þið skottist öll á Patró og smakkið amk. einn hélaðann Flak bjór.
Annars töluðum við alveg frekar mikið í þessum þætti. Góð prósenta í okkur og sólarstemmser. Stella fjallaði um hvarfið á Bobby Dunbar frá Bandaríkjunum á meðan Lára brá sér til Bretlands og fjallaði um eina lauflétta særingu eða exorcism.
Takk fyrir að hlusta kæru vinir og gluðið nú í ykkur svalandi drykk í sólinni með okkur.
facebook.com/mordafordi
instagram.com/mordafordi