Morðaforði

Morðaforði

Jú komið fagnandi! Morðaforða Miðvikudagur enn á ný, við Lára og Stella alltaf á okkar stað með bjór í hönd.  Bjórinn í þetta skiptið er Tomorrow's Dreams frá Lady Brewery, mælum hiklaust með honum. Lára reið á vaðið með spánskri vampíru. Vampíran af Barselóna nánar tiltekið, alveg með eindæmum skrýtið mál sem væri áhugavert að komast dýpra í. Stella tók við keflinu og fór til Júgóslavíu sem var og hét. Vinko Pintaric sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk viðurnefnið Hrói Höttur. Átti það að okkar mati ekki skilið enda frethólkur mikill. Takk fyrir að hlusta kæru vinir, skál fyrir ykkur! facebook.com/mordafordi instagram.com/mordafordi

27. Öldurhús og HænurHlustað

17. mar 2021