Fjöldamorðið við Texas Háskóla - Sálfræðileg greiningSumarkvöld eitt árið 1966 fór Charles Whitman upp í turn á skólalóð Texas háskóla. Í 90 mínútur stóð hann í turninum og skaut handahófskennt á saklausa vegfarendur. Whitman drap 16 manns og særði 30 aðra. Sálfræðin hefur lengi reynt að skilja svona morðæðishegðun og fara Elva og Vilborg sálfræðikennarar yfir fimm ólíkar sálfræðikenningar sem gefa innsýn í það morðæði sem rann á Charles þennan afdrifaríka dag. Farið er í gegnum sjónarmiðin fimm í nútímasálfræði, sálgreiningu, mannúðarsjónarmiðið, líffræðilega sjónarmiðið, atferlissjónarmiðið og hugræna sjónarmiðið. Hægt er að styrkja Poppsálin með því að gerast áskrifandi á https://www.patreon.com/PoppsalinSem þakklætisvott fá áskrifendur einn auka þátt í mánuði.
Charles Whitman: Morðóður siðblindingi eða verkfræðinemi með heilaæxli?