Í þessum þætti verður fjallað um eina frægustu (og siðlausu) rannsókn sem gerð hefur verið innan sálfræðinnar. Albert litli var 11 mánaða gamall þegar atferlisfræðingurinn John B. Watson ákvað að gera tilraun á því hvort hægt væri að styðjast við kenningu rússans Ivan Palvov um klassíska skilyrðingu til að framkalla hræðsluviðbrögð eða fælni hjá barni. Hver var hugmyndin bak við tilraunina? Hvað var Watson að spá? Hvað varð um Albert litla?Hægt er að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifandi á Patreon fyrir 5 evrur á mánuði https://www.patreon.com/PoppsalinTakk fyrir að hlusta elskurnar!
Albert litli - Siðlaus tilraun til að rannsaka fælni (phobia)