Poppsálin

Poppsálin

Árið 1973 voru fjórir grunlausir einstaklingar teknir til fanga þegar bankaræningi réðst inn í Kreditbanken í Stokkhólmi.  Gíslatakan stóð yfir í 5 daga og fóru gíslarnir að halda með bankaræningjanum í lokin og fyrirlitu lögregluna sem reyndi að bjarga þeim. Í kjölfarið af þessu kviknaði hugmyndin að sálfræðilegu fyrirbæri sem nefnist Stokkhólms-heilkenni. Í þessum þætti verður fjallað um þetta sálfræðilega fyrirbæri, dæmi verða tekin og tengsl þess við eðlileg ótta- og sjálfsbjargarviðbrögð manneskjunnar könnuð. Hægt er að styrkja Poppsálina og jafnvel fá aðgang að fleiri þáttum hér:https://www.patreon.com/Poppsalin

Stokkhólms-heilkennið: Sálfræðileg mýta eða raunverulegt fyrirbæri?Hlustað

27. jan 2022