Í þessum þætti af Punkti og Basta var farið yfir 18. umferðina í ítalska boltanum sem lýkur með formlegum hætti í kvöld. Stærsti leikur umferðarinnar var án alls efa toppslagur milli Napoli og Juventus þar sem Napoli liðið tók gömlu frúnna frá Torino í kennslustund. Einnig ræddu þeir Árni, Björn og Þorgeir, helstu slúðursögur deildarinnar og í lokin fóru þeir yfir það besta í mat af völlunum í Serie A.