Andri Ólafsson, fjölmiðlamaður og samskiptastjóri og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og myndlistarmaður fara yfir breytingar sem orðið hafa á afþreyingariðnaðinum í Hollywood með tilkomu Netflix og annarra streymisveitna.
Þá ræðum við um hvers konar bíómyndir eru framleiddar í dag og hvers konar myndir eru hættar að borga sig. Þá upplýsir Sigurjón að hann myndi ekki endurgera Wild at heart en ef svo færi þá myndi hann fá Leonardo di Caprio og Jennifer Lawrence til að leika aðahlutverkin.
Það komu all nokkrar fleiri bransasögur upp úr Sigurjóni og svo fórum við í smá hugleiðingar um íslenska kvikmynda- og fjölmiðlabransann í lok þáttar.
Stef: Ræðum það - Dire & Nolem
Nefnt í þættinum:
The Town - Matt Belloni: https://podcasts.apple.com/is/podcast/the-town-with-matthew-belloni/id1612131897?i=1000624819844