Rauða borðið

Rauða borðið

Þriðjudagurinn 22. október Kosningar, karlar, dans og ofbeldi Við höldum fram að ræða komandi kosningar: Jón Gnarr frambjóðandi Viðreisnar, Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Valur Gunnarsson sagnfræðingur og Frosti Sigurjónsson fyrrum þingmaður Framsóknar metra stöðuna og síðan halda þau áfram: Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og þjóðfræðingarnir Auður Viðarsdóttir og Vilborg Bjarkadóttir. Í karlaspjalli á þriðjudegi ræðum við spaka karlinn. Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur leiðir samtalið og Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður og hönnuður, Sverrir Norland rithöfundur og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri taka þátt. Svartir fuglar er dansverk sem sýnt er í Tjarnarbíói, Lára Stefánsdóttir samdi dansa við ljóð Elísabetar Jökulsdóttur og Lára Þorsteinsdóttir dansar. Við fáum þær í heimsókn. Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins ræðir breytta birtingarmynd ofbeldis. Engin teikn eru á lofti um að útlendingar beiti frekar íslenskar konur ofbeldi en innfæddir karlar.

Rauða borðið 22. okt - Kosningar, karlar, dans og ofbeldiHlustað

23. okt 2024