Rauða borðið

Rauða borðið

Þriðjudagurinn 29. október Kosningar, útlendingamál, Selenskí, lýðræði og Elísabet Við ræðum komandi kosningar, um hvað verður kosið, hvaða flokkar eru í sókn og hverjir í vörn. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir prófessor, Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Freyja Steingrímsdóttir framkvæmdastjóri Blaðamannafélagsins greina stöðuna. Svo kölluð útlendingamál eru eitt af kosningamálunum. Qussay Odeh íslensk-palestínskur aðgerðarsinni, Nichole Leigh Mosty leikskólastjóri, Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og Nína Helgadóttir teymisstjóri hjá Rauða krossinum ræða þetta hitamál. Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði greinir hvað Selenskí Úkraínuforseti var að biðja Norðurlöndin um. Björn Þorsteinsson heimspekiprófessor ræðir um lýðræðiskrísuna og Elísabet Jökulsdóttir segir okkur frá bók sinni um Grikklandsárin sín, þegar hún var barn.

Rauða borðið: Kosningar, útlendingamál, Selenskí, lýðræði og ElísabetHlustað

29. okt 2024