Gestur þáttarins er Jóhann Skagfjörð Magnússon, (aðstoðar)skólastjóri Garðaskóla. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann starfað hjá Garðaskóla, bæði sem deildarstjóri og aðstoðarskólastjóri, en tekur við hlutverki skólastjóra 1.ágúst nk. Hann hefur margra ára reynslu af stjórnun í grunnskólum og hefur komið víða við á ferli sínum. Jóhann er jafnframt að klára MBA nám við Háskólann í Reykjavík sem hann telur gagnast afar vel í starfi sínu innan skólans.
Það var auðvelt að fara á flug í spjallinu við Jóhann, slík er ástríða hans fyrir starfinu sínu og því að vera stöðugt í umbótum og að prófa nýjar leiðir í skólastarfinu. Jóhann hefur mikinn metnað fyrir því að gera skólann að betri og skemmtilegri vinnu- og samverustað fyrir starfsmenn, kennara og nemendur.