Samfélagið

Samfélagið

Fimbulfrost setti svip sinn á áramótin á Akureyri, það lækkaði töluvert í hitaveitutönkunum og Norðurorka virkjaði neyðarstjórn. Ástandið er skárra núna þó frostið sé aftur að herða tökin. Í fyrri hluta þáttarins ræðum við Baldur Viðar Jónsson, vélfræðing hjá Norðurorku - um snjóbræðslukerfi sem eiga ekkert í gaddinn, ofanjarðarlagnir frá áttunda áratugnum, nýjar og gamlar borholur - já bara hitaveituinnviðina á Akureyri eins og þeir leggja sig. Og í seinni hluta þáttarins fjöllum við um nýsköpun. Hugmyndahraðhlaup Gulleggsins verður haldið í fyrsta skipti núna um helgina. Þetta er viðburður þar sem háskólanemar fá að prófa að vera frumkvöðlar, mynda teymi og þróa hugmyndir til að leysa vandamál. Við ræðum við Íseyju Dísu Hávarsdóttur og Jennu Björk Guðmundsdóttur, sem eru verkefnastjórar hjá Klak Icelandic Startups, og spjöllum um þennan viðburð og nýsköpunarumhverfið á Íslandi.

Frostvandræði á Akureyri og hugmyndahraðhlaup fyrir háskólanemaHlustað

03. jan 2025