Samfélagið

Samfélagið

Rúnar Gunnarsson ljósmyndari er einn fárra sem stundað hefur götuljósmyndun á Íslandi - raunar hefur hann myndað mannlífið í 65 ár. Við hittum Rúnar á Lækjartorgi og ræðum við hann um götuljósmyndun, mannlífið í miðborg Reykjavíkur í áranna rás og hvort tíminn sé mögulega bara einhvers konar blekking. Félag áhugafólks um gerjun – eða FÁGUN – er stofnað utan um áhugamál sem er í raun og veru ólöglegt á Íslandi: heimabrugg. Engu að síður er starfsemi félagsins blómleg og félagarnir talsvert margir. Í dag heimsækjum við FÁGUN, fræðumst um starfsemina og heyrum meira um bjórbrugg, bjórmenningu og baráttuna fyrir afglæpavæðingu heimabruggs. Tónlist í þættinum: Sylvan Esso - Die young Júníus Meyvant og KK - Skýjaglópur

Rúnar götuljósmyndari, baráttan fyrir afglæpavæðingu heimabruggsHlustað

12. jún 2025