Í Skagafirði er unnið að því að endurheimta skóglendi, í Brimnesskógum, en þar var blómlegur skógur á landnámsöld. Steinn Kárason garðyrkjumeistari og umhverfishagfræðingur er frumkvöðull að þessu, hann kemur í þáttinn og segir okkur allt um þetta.
Í síðustu viku fjölluðum við um mót gervigreindar og tónlistar – og veltum því fyrir okkur hver væri höfundur verks sem framleitt er af gervigreind. Í dag nálgumst við svipaðar spurningar frá allt annarri átt – frá sjónarhorni lögfræðinnar. Hvaða áhrif hefur þróun gervigreindar á höfundarétt? Hafliði K. Lárusson lögmaður kíkir til okkar og spjallar við okkur um gervigreind og lögfræði.
Samfélagið gluggaði í dómskjöl úr safni Þjóðskjalasafnins - um sifjaspellsmál í Dalasýslu á 18. öld - þar sem ung kona, Kristín Bjarnadóttir, var dæmd til refsingar fyrir að eignast barn með stjúpföður sínum. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skjalavörður á Þjóðskjalasafninu segir okkur frá máli Kristínar.
Tónlist í þættinum í dag:
Borges, Lô, Nascimento, Milton - Cravo e canela.
Silvana Estrada - Chega de Saudada/No more blues
Landnámsskógur endurheimtur, gervigreind og sifjaspell á 18. öld