Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburðinn Íkea-geitin brennd. Í viðburðarlýsingu segir: Komum öll saman og brennum þessa helvítis Íkea-geit. Við ætlum að fjalla um þessa geit, uppruna hennar, sögu og skemmdarfýsnina sem virðist tengjast henni sterkum böndum. Við ræðum við Guðnýju Camillu Aradóttur, yfirmann samskiptasviðs Íkea, Terry Gunnell, prófessor emerítus í þjóðfræði og huldumanninn á bak við havaríið.
Bryndís Marteinsdóttir, flytur okkur jólaumhverfispistil, sem var fyrst fluttur 22. desember 2022, en á alveg jafn vel við í dag.
Í lok þáttar lítum við um öxl og gerum upp árið á Vísindavefnum. Við ræðum við Jón Gunnar Þorsteinsson, ritstjóra, fræðumst um hvað stóð upp úr hjá vefnum, hvað var mest lesið, áhugaverðast eða skrítnast.
Tónlist:
Guðmundur Pétursson Tónlistarm., - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
Huldumaður á bakvið geitarbrennuhótanir, umhverfisvænni jól, uppgjör Vísindavefsins