Fjölmargir sækja sér árlega meðferð vegna áfengis og vímuefnavanda hjá SÁÁ - samtökum áhugafólks um áfengis og vímuefnavanda. En það hefur margt breyst á undanförnum árum í nálgun á því hvernig er unnið með vímuefnavanda. Við ræðum við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann samtakanna, um starf þeirra.
Í dag fjöllum við líka um vestfirska menningu - á dögunum hittum við Skúla Gautason, menningarfulltrúa Vestfjarða, á Hólmavík, sem fræddi okkur um þróunarstyrk Vestfjarða - og við ræddum líka við fólkið á bakvið Menningarmiðstöðina Norðurfjöru á Hólmavík, sem fékk einmitt styrk úr sjóðnum.
Og að lokum kíkir Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, í heimsókn og segir okkur hitt og þetta um sýklalyf í ferskvatni.
Starfsemi SÁÁ, menning á Vestfjörðum og sýklalyf í ferskvatni