Samfélagið

Samfélagið

Gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins tók gildi í ágúst, en enn á eftir að taka hana upp á Íslandi að fullu þótt innleiðing hennar sé í gangi. Borið hefur á gagnrýni á þessa reglugerð að hún kæfi nýsköpun og uppbyggingu gervigreindarfyrirtækja í Evrópu, og skekki þar með samkeppnishæfni álfunnar í gervigreindarkapphlaupinu við Bandaríkin og Kína. En er eitthvað til í þessari gagnrýni? Við ræðum við Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar, í dag um gervigreindina, reglugerðina og ýmislegt fleira. Í dag verður haldið útgáfuhóf fyrir fræðirit í fötlunarfræði sem ber titilinn Fötlun, sjálf og samfélag. Í ritinu er meðal annars fjallað um þróun fötlunarfræðinnar síðustu áratugi og ljósi varpað á gagnrýnar nálganir í faginu, sem snúa meðal annars að ableisma (eða fötlunarfordómum), aðgengi, hugarfari og ýmsu fleiru. Við fáum til okkar Snæfríði Þóru Egilson, prófessor í fötlunarfræði og ritstjóra bókarinnar, til að segja okkur frá þessu áhugaverða verki.

Kæfir gervigreindarreglugerðin nýsköpun? og gagnrýnar nálganir að fötlunarfræðiHlustað

06. mar 2025